EINSTAKLINGAR

NÁMSKEIÐ OG ÞJÓNUSTA VIÐ EINSTAKLINGA

Just Consulting veitir einstaklingsbundna ráðgjöf, jafnt til fólks sem upplifir einhvers konar jaðarsetningu, útilokun eða mismunun eða fólks sem vill þroska inngildandi vinnubrögð í daglegum störfum. Ráðgjöfin getur varðað afmörkuð og tímabundin úrlausnarefni eða falist í samtali/þjálfun yfir lengri tíma. Frekari upplýsingar um ráðgjöfina má nálgast í tölvupósti.


Jafnframt er reglulega boðið upp á fræðslu fyrir einstaklinga en hér að neðan má nálgast yfirlit yfir námskeiðin framundan.

INNGILDING Á VINNUSTÖÐUM

Námskeið fyrir mannauðsfólk 21.-24. maí 2024 í Otterlo, Hollandi

Vornámskeið fyrir mannauðsfólk um leiðir til að stuðla að inngildandi vinnustaðarmenningu og sanngjörnu verðmætamati á vinnustaðnum. Fjallað verður um leiðir til að stuðla að vitundarvakningu, áhuga og skuldbindingu meðal starfsfólks gagnvart málaflokki jafnréttis, fjölbreytileika og inngildingar.


Kennarar á námskeiðinu verða Sóley Tómasdóttir, eigandi Just Consulting og Helga Björg O. Ragnarsdóttir, framkvæmdastýra Jafnlaunastofu.


Námskeiðið verður haldið á fallegu hóteli í litlu þorpi við þjóðgarð í Hollandi


VERÐ

Námskeið og heimsóknir, €1000,-

Hótel, einstaklingsherbergi, €700,-

Hótel, tvíbýli, €500,-


Örfá sæti laus, skráningarfrestur rennur út 30. janúar 2024.

ATH! Flug er á ábyrgð þátttakenda sjálfra.

DAGSKRÁ

Þriðjudagur 21. maí 2024

14.30 Rúta frá Utrect á Hotel de Sterrenberg


15.00 Fyrirtækjaheimsókn, kynning á dagskrá og samhristingur


18.00 Kvöldverður á Cépes

Miðvikudagur 22. maí

08.30 Morgunverður


10.00 Jafnrétti, fjölbreytileiki og inngilding á vinnustöðum


12.30 Hádegisverður


13.30 Jafnrétti, fjölbreytileiki og inngilding á vinnustöðum


16.00 Frjáls tími sem hægt er að nýta í hjóla- eða gönguferð um nágrennið


19.00 Kvöldverður á Cépes

Fimmtudagur 23. maí

08.00 Morgunverður


10.00 Kynbundinn launamunur, jafnlaunastefna og verðmætamat


12.30 Hádegisverður


13.30 Hvað ætlum við að gera við það sem við höfum lært?


16.00 Frjáls tími sem hægt er að nýta í hjóla- eða gönguferð um nágrennið

Föstudagur 24. maí

08.00 Morgunverður


10.00 Rúta til Utrect


Share by: