FÖSTUDAGSHUGLEIÐINGAR UM FJÖLBREYTILEIKA
Skráðu þig í áskrift hér
-svo máttu endilega deila síðunni með öðru fólki:
HUGLEIÐING VIKUNNAR: GAGNLEGT OG ÁHUGAVERT STÖFF
Ég er ógeðslega þreytt. Fyrir utan að vera hálflasin hef ég varið meiri orku en ég hef átt í bakslag undanfarinna daga og vikna. Ég bara get ekki skrifað enn einn pistilinn um það. Ekki um morðið á Charlie Kirk og alls ekki um hræsni Miðflokksins í tengslum við það. Ekki um máttleysi ríkisstjórnarinnar gagnvart Ísrael (þó það mætti sannarlega hæðast að því að litla, friðsama og róttæka Ísland standi Hollandi langt að baki, sem þó er með óstarfhæfa minnihlutastjórn örgustu íhaldsflokkanna). Ég hef ekki orku í að fjalla um orðræðu og aðgerðir ríkisstjórnarinnar varðandi málefni fólks á flótta eða neitt annað sem er samt ógeðslega mikilvægt og þarft.
En þá er nú aldeilis gott að það er til fólk sem er að gera stórkostlega hluti. Í staðinn fyrir að skrifa sjálf ætla ég að setja hér fram handahófskenndan lista af áhugaverðu, spennandi og gagnlegu efni.
STACY PATTON
Stacy Patton skrifaði óhugnarlega sannan pistil um hræsnina í tengslum við morðið á Charlie Kirk. Í pistlinum lýsir hún hryllilegri aðför að sér eftir að hún skrifaði pistil um MAGA hreyfinguna, þar sem pósthólf og símsvarar fylltust af ógeðslegum skilaboðum, hótunum og kröfum um brottrekstur hennar. Sú aðför var fyrir tilstuðlan Kirk og félaga.
“And I am not unique. Kirk’s Watchlist has terrorized legions of professors across this country. Women, Black faculty, queer scholars, basically anyone who challenged white supremacy, gun culture, or Christian nationalism suddenly found themselves targets of coordinated abuse. Some received death threats. Some had their jobs threatened. Some left academia entirely. Kirk sent the loud message to us: speak the truth and we will unleash the mob!”
WALTER MASTERSON
Walter Masterson er með geggjaða instagramsíðu þar sem hann birtir friðsamlega en ögrandi gjörninga gagnvart samkomum MAGA og Repúblíkana í Bandaríkjunum. Ég mæli sérstaklega með þessum spurningum sem hann leggur fyrir stuðningsfólk Charlie Kirk.
„We are at a very real moment where we could have a real conversation about gun violence, gun control, access to mental health care. If you support Charlie Kirk, are you going to have that conversation or are you going to scapegoat the „trans mass shooters, immigrants, the radical left“ and that stuff? The choice is yours. [...] I do worry that MAGA is going to use this to justfiy more violence.“
NEIL DATTA
Ég mæli mjög með áhrofi á þetta gamla viðtal við Neil Datta, framkvæmdastjóra evrópsku þingmannasamtakanna um kyn- og frjósemisréttindi, þar sem hann segir meðal annars:
„Við erum ekki bara að glíma við andóf gegn jaðarmálefni sem hefur ætíð verið umdeilt. Við eigum í höggi við mjög svo skæða pólitíska hreyfingu sem vinnur að því að grafa undan undirstöðum frjálslynds lýðræðis.“
SKAMMARÞRÍHYRNINGURINN
Leikritið Skammarþríhyrningurinn verður sýndur í Borgarleikhúsinu í október. Ég veit ekkert meira en það sem kemur fram í lýsingunni, en ég hlakka til að sjá. Leikritið fjallar um ímyndaðan og fjarlægan hliðarveruleika, löngu eftir að bakslagið hefur náð endamarki sínu:
„Við fylgjumst með þessum hópi reyna að púsla saman mynd af mannréttindaparadísinni sem eitt sinn var á Íslandi og svara aðkallandi spurningum. Hvað í ósköpunum var Pride? Hvernig bjargaði J.K. Rowling kvennaklósettinu frá alþjóðlegum nauðgarasamtökum? Hverskonar te drukku svokallaðar dragdrottningar? Hvar fór innræting barna fram? Hver var þessi Hán?”
AÐ LOKUM
Þó ég sé þreytt verðum við að halda áfram að standa með mannréttindum. Svara því sem þarf að svara og leiðrétta það sem þarf að leiðrétta. Vera góð hvert við annað og standa með tilvist, réttindum og þátttöku jaðarsetts fólks í samfélaginu.
Bestu kveðjur,
Sóley
Þér er velkomið að deila færslunni með öðru fólki