Blog Layout

FÖSTUDAGSHUGLEIÐINGAR UM FJÖLBREYTILEIKA

Skráðu þig í áskrift hér

-svo máttu endilega deila síðunni með öðru fólki:


HUGLEIÐING VIKUNNAR: ÁRAMÓTAUPPGJÖR

Að venju nota ég síðustu hugleiðingu ársins til að líta yfir farinn veg. Undanfarin þrjú ár af vikulegum skrifum hafa bara styrkt sannfæringu mína um mikilvægi þessa vettvangs. Hann virkar fyrir mig sem persónulegt greiningar- og útrásartæki, en hefur mjög greinilega haft talsverð áhrif á lesendur líka. Auk þess hef ég fengið mikil og sterk viðbrögð, ábendingar og gagnrýni sem hafa hjálpað mér að þróa sýn mína á jafnrétti, fjölbreytileika og inngildingu.

Á árinu voru eftirfarandi pistlar mest lesnir:


  1. Hugtak vikunnar: Pick me girl
  2. Hugleiðing vikunnar: Hatursorðræða og hatursglæpir
  3. Hugleiðing vikunnar: Hinn hæfilegi leikskóli
  4. Hvatning vikunnar: Kvennaverkfall 2023
  5. Hugleiðing vikunnar: Samtvinnun og forréttindi
  6. Hugtak vikunnar: Hugrænt misræmi
  7. Vandmeðfarið vikunnar: Að hrökkva ekki í vörn
  8. Spurning vikunnar: Hvaðan ertu?
  9. Áhyggjur vikunnar: Fjarvistarsönnun
  10. Spurning vikunnar: Af hverju svara þær ekki?


Innihald pistlanna er ansi fjölbreytt og engin auðsjáanleg þemu. Það er allt í lagi. Ég hafði gaman af að skrifa þá alla og er þakklát fyrir hvern einasta lesanda.

Ég óska ykkur öllum gleðilegrar hátíðar og þakka kærlega fyrir samfylgdina fram til þessa. Saman skulum við svo halda áfram að stuðla að fjölbreyttara, sanngjarnara og meira inngildandi samfélagi á árinu 2024.
 
Bestu kveðjur,
 
Sóley

Þér er velkomið að deila færslunni með öðru fólki


HUGLEIÐINGAR LIÐINNA VIKNA

Eftir soleytomasdottir 26 Apr, 2024
VONBRIGÐI VIKUNNAR: FÁLÆTI STJÓRNVALDA
Eftir soleytomasdottir 19 Apr, 2024
SPURNING VIKUNNAR
Eftir soleytomasdottir 15 Mar, 2024
HUGLEIÐING VIKUNNAR: STÉTTSKIPTUR VINNUMARKAÐUR
ELDRI FÆRSLUR
Share by: