FÖSTUDAGSHUGLEIÐINGAR UM FJÖLBREYTILEIKA

Skráðu þig í áskrift hér

-svo máttu endilega deila síðunni með öðru fólki:


HUGLEIÐING VIKUNNAR: BLESS JÚRÓVISJÓN

Hugleiðingin verður stutt að þessu sinni. Ég varði vikunni í málningarvinnu og flutninga og fylgdist varla með fréttum. Það fór þó ekki framhjá mér að loksins, loksins, loksins, loksins hafi RÚV ákveðið að senda ekki fulltrúa Íslands í glamúrpartý með barnamorðingjum. Sú ákvörðun er löngu tímabær en ég tek samt einlæglega þátt í #takkrúv bylgjunni.

Fyrst og fremst vil ég þó þakka þeim sem hafa þrýst á RÚV enda hefði ákvörðunin aldrei verið tekin án pressu frá grasrótinni. Takk Ísland-Palestína, takk Vonarbrú, takk Magga Stína, takk Lóa Hjálmtýsdóttir, takk Páll Óskar og þið öll hin sem hafið staðið í stafni þessarar baráttu. 

Bestu kveðjur,
 
Sóley

Þér er velkomið að deila færslunni með öðru fólki


HUGLEIÐINGAR LIÐINNA VIKNA

Eftir soleytomasdottir 19. desember 2025
HUGLEIÐING VIKUNNAR: JÓLAKVEÐJA
Eftir soleytomasdottir 5. desember 2025
HUGLEIÐING VIKUNNAR: MEIRA UM TÖFRALAUSNIR
Eftir soleytomasdottir 28. nóvember 2025
HUGLEIÐING VIKUNNAR: FÆÐINGARORLOF
ELDRI FÆRSLUR